Verðlaun/prizes

Verðlaun á Íslandsmótinu í skák nema 1.000.000 kr. og eru þau hæstu í sögunni. Þau skiptast sem hér segir:

Landsliðsflokkur:

Verðlaun í landsliðflokki eru sem hér segir:

  1. 250.000 kr.
  2. 150.000 kr.
  3. 100.000 kr.

Verðlaun skiptast séu menn jafnir í verðlaunasætum. Íslandsmeistarinn fær þess fyrir utan 50.000 kr. í viðbótarverðlaun en teflt er til þrautar um titilinn með styttri umhugsunartíma séu tveir eða fleiri efstir og jafnir. Auk þess fær Íslandsmeistarinn í skák sjálfkrafa sæti í Ólympíuliði Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö í ágúst nk. sem og keppnisrétt á EM einstaklinga sem fram fer í Jerúsalem í febrúar 2015.

Verðlaun á Íslandsmóti kvenna

  1. 100.000 kr.
  2.   60.000 kr.
  3.   40.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu séu menn jafnir í verðlaunasætum.Íslandsmeistarinn fær þess fyrir utan 50.000 kr. í viðbótarverðlaun en teflt er til þrautar um titilinn með styttri umhugsunartíma séu tveir eða fleiri efstir og jafnir.

Verðlaun í áskorendaflokki

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári. Séu menn jafnir ræður stigaútreikningur.

Aukaverðlaun fyrir bestan árangur miðað við eigin skákstig eru veitt í tveimur flokkum. Bæði fyrir ofan og neðan 2.000 skákstig. Um er að ræða 25.000 kr. í hvorum flokki.